10 bestu / Haukur á Græna hattinum - S3 E4
Asgeir Olafsson Lie - Podcast - Un pódcast de Podcast Stúdíó Akureyrar
Haukur Tryggvason tók við rekstri Græna hattarins árið 2003. Hann hefur haldið viðburði þar síðan og aðeins misst úr nokkur skipti sem vert á staðnum. Hann hefur tvisvar sinnum ætlað að hætta en í annað skiptið þá fékk hann örlagaríkt símtal frá Grími Atlasyni sem hann segir okkur frá, í hitt skiptið var það eftir covid. "Ef þetta opnar ekki núna þá hætti ég´"... Þeir opnuðu sem betur fer. Haukur er með 10 laga Íslenskan lista og fer yfir hann af kostgæfni. Hann sagði okkur frá því að hann kunni ekki á hljóðfæri nema þegar hann spilar einn og enginn hlustar nema hann, en Styrmir Hauksson sonur hans kann hinsvegar að taka upp tónlist. Aldrei hefur hann þó unnið fyrir pabba gamla. Frábært viðtal við góðan félaga úr bransanum sem margir þekkja.