10 bestu / Pétur Guðjóns, leikstjóri S4 E4
Asgeir Olafsson Lie - Podcast - Un pódcast de Podcast Stúdíó Akureyrar
Pétur hefur komið víða við. Hann ákvað fyrir 15 árum síðan að gera alltaf eitthvað skemmtilegt. Hann snéri við blaðinu eftir eitt og hálft taugaáfall og ákvað að taka sig á. Hann segir okkur sögurnar á bakvið N3, Hljóðbylgjuna, Frostrásina og útvarpið sem hann rak sjálfur og var afleiðing taugaáfallsins. Leiklistin, leikstjórastólinn og fjölskyldan á hug hans í dag. Hann frumsýnir fjögur verk á aðeins fimm mánuðum og geri aðrir betur. Hann dílar við kvíða með vinnu og hefur sínar eigin pælingar hvað það allt varðar. Hann samdi jólalag sem við spiluðum og annað lag sem Friðrik Ómar syngur. Hann varð afi aðeins 40 ára og fékk að vita það þegar hann var í miðju gigg-i. Hann sá konuna sem hann ætlaði að giftast og eignast börn með þegar hann var aðeins 17 ára. Enn eru það saman í dag. 33 árum síðar. Pétur er einstaklega jákvæður og skemmtilegur viðmælandi.