Guðbjörg Edda Eggertsdóttir - Einstök saga Actavis
Alfa hlaðvarp - Un pódcast de Alfa Framtak ehf.
Viðmælandi þessa þáttar, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir (eða Edda eins og hún er kölluð), hefur átt langan og farsælan feril sem einn af lykilstjórnendum í Actavis og forverum þess fyrirtækis, Pharmaco og Delta. Í viðtalinu lýsir Edda hvernig lyfjaframleiðsla varð til sem atvinnugrein á Íslandi og þróaðist í að verða einn af burðarstólpum atvinnulífsins. Fyrirtækin Pharmaco og Delta voru leiðandi í þeirri uppbyggingu en þau fyrirtæki byrjuðu sem eitt, slitu svo samvistum en tóku aftur saman...