Jón Sigurðsson - Sveitastrákurinn með stóru draumana

Alfa hlaðvarp - Un pódcast de Alfa Framtak ehf.

Categorías:

Gestur þáttarins er Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf. Jón er að eigin sögn slugsi frá Selfossi og móðir hans óttaðist að hann myndi aldrei áorka neinu. Jón féll bæði á gagnfræðiprófi sínu sem og inntökuprófi í rafvirkjanám. Eftir frekar stefnulausa siglingu í gegnum lífið þá kviknaði á metnaðinum hjá Jóni. Hann fór aldrei í menntaskóla en tókst með sínum leiðum að ná sér í tvær háskólagráður, í Danmörku og Bandaríkjunum. Jón varð síðan viðskiptafulltrúi Íslands í New York þar sem hann...