Deilan um þjónustu Neyðarlínunnar og fyrirtækið sem aðstoðar fólk eftir árekstur

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Podcast artwork

Categorías:

Í meira en áratug boðaði Neyðarlínan 112 einkafyrirtæki á slysstað í umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki höfðu átt sér stað slys á fólki. Fyrirtækið heitir Aðstoð og öryggi en er betur þekkt sem Árekstur.is. Það var stofnað af fyrrverandi lögreglumanni sem heitir Ómar Þorgils Pálmason. Fyrirtækið er alltaf reglulega í fréttum, nú síðast í lok októnber þegar metfjöldi bíla þurfti aðstoð í mikilli snjókomu í Reykjavík. Neyðarlínan boðaði starfsmenn þessa fyrirtækis á slysstað með sms-skilaboðum. Þessu fyrirkomulagi var svo breytt í kjölfar gagnrýni og umræðu um samkeppnissjónarmið árið 2019. Rætt er við Jón Svenberg Hjartarson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar og Ómar Þorgils Pálmason um málið. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson