Hælisleitandi frá Venesúela segir frá nauðungarflutningi frá Íslandi
Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:
Hælisleitandinn Hector Montilla var nauðungarfluttur frá Íslandi í fylgd lögreglumanna til heimalands síns Venesúela þann 3. febrúar. Hann hafði búið á Íslandi frá því í desember 2022 og fengið synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd. Hector segir að lögreglan á Íslandi hafi beitt hann óþörfu harðræði og ítrekað sett hann í fangaklefa í lögreglustöðinni við Hlemm á Hverfisgötu áður en honum var fylgt úr landi. Hann segist hafa verið meðhöndlaður eins og glæpamaður á Íslandi. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson