Íslenskur velgjörðarsjóður hætti við verkefni í Sierra Leone vegna spillingar

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Sjávarútvegsverkefni Aurora-velgjörðarsjóðs í Sierra Leone í Afríku strandaði á spillingu segir framkvæmdastjóri sjóðsins. Ráða- og áhrifamenn í landinu vildu fá greitt undir borðið svo verkefni sjóðsins gætu orðið að veruleika. Framkvæmdastjórinn segir að Aurora hafi ekki viljað taka þátt í spillingunni í landinu.  Rætt er við Regínu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Aurora. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson