Mannskæðasta skotárás sögunnar í Svíþjóð
Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:
Á þriðjudaginn átti sér stað skotárás í skóla í sænsku borginni Örebro þegar 35 ára gamall myrti 10 einstaklinga og særði aðra 10. Hann skaut svo sjálfan sig. Sænska þjóðin er í sárum segir Anders Svenson, blaðamaður og ritstjóri tímaritsins Spraktidningen sem bjó hér á Íslandi í tæpt ár á sínum tíma. Blaðamaður Aftonbladet, Staffan Lindberg, segir ýmsum spurningum ósvarað í málinu. Tvær af þeim stærstu eru af hverju árásarmaðurinn gerði þetta og eins hvort lögreglan hafi staðið sig í stykkinu við að reyna að stöðva hann. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson