Þrjár bilanir og mögulegur hönnunargalli hjá Norðuráli

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Podcast artwork

Categorías:

Þrjár sambærilegar bilanir hafa komið upp í rafspennum hjá Norðuráli á Grundartanga. Þetta Ekki var fjallað um tvær fyrstu bilanirnar opinberlega þar sem þær höfðu ekki áhrif á aðra raforkunotendur hér á landi. Þessar tvær fyrstu bilanir áttu sér stað í lok nóvember í fyrra og í lok sumars. Bilanirnar höfðu hins vegar mikil áhrif á Norðurál og reyndu stjórnendur félagsins að koma í veg fyrir að sambærilegar bilanir endurtækju sig. Þetta tókst þó ekki og nú í október var sagt frá þriðju biluninni og að slökkva þyrfti á framleiðslu í annarri af tveimur kerlínum álversins. Þessi þriðja bilun í rafspennunum hjá Norðuráli hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðastliðin mánuð vegna afleiðinga hennar á rekstur álfyrirtækisins sem og á íslenskt efnahagslíf. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson