Samherjar á sextugsaldri læsa saman hornum í formannsslag
Þetta helst - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur skorað formanninn Bjarna Benediktsson á hólm. Guðlaugur vill verða taka við keflinu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um næstu helgi, hefst föstudaginn 4. nóvember, og kosningin verður á sunnudag. Þetta er fyrsti landsfundur flokksins síðan fyrir faraldurinn. Guðlaugur Þór smalaði húsfylli í Valhöll í gær þar sem stuðningsmenn hans hlýddu á framboðsræðuna og það er ljóst að það eru spennandi kosningar framundan. Sunna Valgerðardóttir sló á þráðinn til stjórnmálaprófessors í þættinum í dag, Ólafs Þ. Harðarsonar, og fékk hans vangaveltur um hvað sé að fara að gerast í flokknum. Ólafur efast um að formannsskipti í flokknum ein og sér bæti sérstaklega við fylgi í næstu kosninum, sérstaklega í ljósi þess að það er erfitt að sjá einhvern stóran málefnamun á milli Guðlaugs og Bjarna. Þetta snýst meira um persónur og leikendur. Þá fer ásýnd flokksins eftir svona slag alveg eftir því hvernig menn ganga frá borði eftir að hafa tekist á.