Samherji og samþjöppun kvóta og fyrirtækja

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Útgerðarfélagið Samherji á Akureyri er annað stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins miðað við úthlutaðan kvóta á þessu fiskveiðiári. Einungis Brim hf. Í Reykjavík er stærra miðað við kvótaeign. Í þættinum er sagt frá eignarhaldi eigenda og stofnanda Samherja á öðrum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi og rætt um samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. Í Þetta helst á síðustu viku hefur verið fjallað um eignarhald eigenda Ísfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga á fyrirtækjum í öðrum rekstri en útgerð. Allar þessar þrjár útgerðir eru á lista Fiskistofu yfir fimm stærstu útgerðir landsins. Hinar tvær eru Brim og Síldarvinnslan, sem Samherji á rúmlega 30 prósenta hlut í. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson