Umhugsunarverðir eldar í iðnaðarhúsum

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Risastórt iðnaðar- og geymsluhúsnæði, við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, brann í gær. Hátt í 20 manns bjuggu í húsinu, kannski fleiri, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði fyrir fólk. En það er nú ekkert nýtt, að fólk á Íslandi búi í húsum sem eru ekki til þess ætluð. Starfandi slökkviliðsstjóri segir umhugsunarvert hvernig eldurinn var orðinn þegar slökkvilið mætti á staðinn. Tjónið er mikið, þó að sem betur fer hafi enginn brunnið inni. Það hefði auðveldlega getað farið svo. Fyrir rúmu ári síðan kom út skýrsla um fólk sem býr í atvinnuhúsnæði á Íslandi. Það var Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkviliðið og ASÍ sem gerðu skýrsluna eftir mikið ákall og umræðu í samfélaginu. Sunna Valgerðardóttir fjallar um elda í mis-mannlegum húsum.