Útlendingalögin sem virka bara einhvern veginn

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Útlendingamálin hafa verið áberandi í fréttum hér undanfarna daga eins og svo oft áður. Kunnugleg pólarísering umræðunnar stendur nú sem hæst: Leyfum þeim að vera eða hendum þeim úr landi. Þetta er ekkert nýtt. En eitt hefur jú breyst: ný útlendingalög fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa tekið gildi. Og þau virðast bíta. Og sömuleiðis virðast þau ekki alveg ná utan um afleiðingarnar sem þau hafa. Núverandi dómsmálaráðherra segir einfaldlega að þau virki. Sunna Valgerðardóttir fær Ölmu Ómarsdóttur fréttamann til að fara yfir brottflutningsbúðir, búsetuúrræði með takmörkunum, fangabúðir og flóttamannabúðir - og hvernig eitt SMS getur umturnað lífi fólks á Íslandi.