Fávitar Podcast 3. þáttur - Druslugangan

Fávitar Podcast - Un pódcast de Sólborg Guðbrandsdóttir

Categorías:

Druslugangan eru grasrótarsamtök sem einblína á baráttu gegn kynferðisofbeldi í öllum kimum samfélagsins. Síðan 2011 hefur gangan verið gengin ár hvert til að minna á að enn á kynferðisofbeldi sér stað í samfélaginu og því þarf að útrýma. Með Druslugöngunni er ábyrgð kynferðisafbrota færð frá þolendum yfir á gerendur. Markmið hennar er að sýna brotaþolum kynferðisofbeldis samstöðu og krefjast betra réttarkerfis og bætts samfélags. Gengið verður í níunda sinn frá Hallgrímskirkju kl. 14 þann 27. júlí næstkomandi. Viðmælendur þáttarins eru þær Stella Briem og Eva Sigurðardóttir, tvær af skipuleggjendum Druslugöngunnar. Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi stofnað af Sólborgu Guðbrandsdóttur. Fávitar Podcast er feminískt hlaðvarp sem ræðir mismunandi vinkla jafnréttis við áhugaverðar fyrirmyndir í íslensku samfélagi. Hægt er að fylgjast nánar með átakinu sjálfu á Instagram-síðunni Fávitar.