Fávitar Podcast 7. þáttur - Arna Sigrún, Modibodi og allt um túr
Fávitar Podcast - Un pódcast de Sólborg Guðbrandsdóttir
Categorías:
Arna Sigrún Haraldsdóttir er eigandi Modibodi á Íslandi en Modibodi eru nærbuxur sem halda vökva, eins og blæðingum, þvagi og útferð. Hinar svokölluðu túrnærbuxur eru þægilegur og umhverfisvænn kostur en í þættinum förum við meðal annars yfir þær, túrbikara, grindarbotnsæfingar og alls konar hluti tengda blæðingum. Arna sér einnig um að halda fyrirlestra um blæðingar. Hægt er að kynna sér Modibodi betur á modibodi.is og á Facebook-síðu verslunarinnar. Þátturinn er einnig til sýnis og hlustunar á Youtube-rás Fávitar Podcast. Sérstakar þakkir til Víkurfrétta fyrir aðstöðuna, Hilmars Braga Bárðarsonar sem sá um upptöku og klippingu þáttanna, Ethorio fyrir hönnunina á logo-inu og Landsbankans fyrir styrkinn.