#36 – Regluverkið eitt skilar ekki auknu flugöryggi – Kári Guðbjörnsson
Flugvarpið - Un pódcast de Jóhannes Bjarni Guðmundsson
Rætt er við Kára Guðbjörnsson flugstjóra, flugumferðarstjóra og prófdómara til áratuga, en hann hefur m.a. getið sér gott orð fyrir námskeið og öryggisfundi fyrir einkaflugmenn og flugklúbba á síðustu árum og hefur talað fyrir aukinni samvinnu milli grasrótar flugsins og flugmálayfirvalda. Kári er hafstjór af fróðleik um flugmál og er ófeiminn við að gagnrýna ýmislegt sem hann telur að betur mætti fara bæði í einkaflugi og atvinnuflugi. Kári er búsettur í Þýskalandi og þátturinn var tekinn upp sumarið 2021 þegar hann var á Íslandi.
