Þriðji þáttur

Fólkið í garðinum - Un pódcast de RÚV

Podcast artwork

Categorías:

Í þessum þætti er staldrað við leiði tvíburasystra sem hvíla í sitthvorum enda garðsins. Skáldkonurnar Herdís Andrésdóttir (1858-1939) og Ólína Andrésdóttir (1858-1935) voru fæddar í Flatey á Breiðafirði en aðskildar 4 ára gamlar. Leiðir þeirra lágu ekki aftur saman fyrr en mörgum áratugum síðar, þegar þær voru að nálgast sextugt og fluttar til Reykjavíkur. Höfðu þær þá báðar fengist við kveðskap og gáfu saman út ljóðabók nokkrum árum seinna sem hlaut afbragðs góðar viðtökur. Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.