Illugasaga Tagldarbana

Frjálsar hendur - Un pódcast de RÚV - Lunes

Categorías:

Eins og venjulega þegar um fyrsta þátt ársins er að ræða lýkur honum á því að lokalag þáttarins er leikið í fullri lengd, Adagio í g-moll eftir Remo Giazotto, þó oft sé það kennt tónskáldinu Albinoni. Fram að því les umsjónarmaður úr sannkallaðri tröllasögu, Illugasögu Tagldarbana, en hún var skrifuð í stíl Íslendingasagna en sennilega nokkrum öldum á eftir þeim. Ekki skortir viðburði því tröll, forynjur og skrímsli leggja hvert af öðru snörur sínar fyrir hinn hugprúða Illuga.