Frú Barnaby: S4E5 - Barnatennur úr ókunnugu fólki
Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu - Un pódcast de frubarnaby
Þær Lóa og Móa hella upp á konunglegt te því gest ber að garði, Lóa Hjálmtýsdóttir nokkur, listamaður og rithöfundur. Í þættinum fáiði að vera fluga á vegg í hinu skemmtilegasta teboði þar sem tekið er á stóru málunum og litlu hlutunum. Lóa segir okkur frá söfnunaráráttu, æskuminningum, sjónvarpsþáttum og ótrúlegum tilviljunum lífsins. Móa kemur út úr skápnum sem eltihrellir en Lóa lætur sér hvergi bregða því hún hefur migið í saltan sjó. Tveimur klukkutímum og einum mandarínukassa síðar er enn nóg um að ræða en þá kemur Rupaul og þaggar niður í okkur.