Frú Barnaby: S4E6 - Prinsessan og almúgamaðurinn

Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu - Un pódcast de frubarnaby

Categorías:

Þær Lóa og Móa eru glaðar í bragði eftir Lóu-samlokuþátt síðustu viku. Í þessum þætti búa þær meðal annars til ný verðlaun, MLóbelinn, sem þær veita óhikað. Þær vinda sér síðan í mál líðandi stundar, mál sem er á allra vörum þessa dagana: Netflix -jólamyndirnar, Smjattpattarnir, breisku konunar sem við sjáum aldrei í sjónvarpinu. Að lokum taka þær þrefalt Díönuhorn í kók og fara yfir mál Mako fyrrum prinsessu Japana, Kako systur hennar og almúgamannsins Kei Komuro. Skammdegisdrunginn er svo kveðinn burt með kennslustund í hláturjóga.