Frú Barnaby: S4E7 - Hneyksli og hleypidómar

Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu - Un pódcast de frubarnaby

Categorías:

Galvaskar og undirbúnar hlaðvarpsgerðarkonur eru mættar hér í stúdíó Barnaby. Í hlaðvarpinu þar sem allt er hugsað og ekkert er sagt taka orðin þó að streyma stríðum straumum og umfjöllunarefnin eru hneykslanleg: fordómar, framhjáhöld, kvenfyrirlitning og nektarsumarbúðir fyrir fólk sem vill vera í fötum. Nú svo fara heilasellurnar aldeilis á flug þegar þær stöllur sjá fyrir sér að ríkisvæða klámbransann eins og hann leggur sig. Við skulum ekki gleyma að rót alls ills er árans kapítalisminn og þær velja einn kapítalískan púka og hlæja að honum.