Frú Barnaby: S4E9 - Með í jól í hjarta

Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu - Un pódcast de frubarnaby

Categorías:

Jólaenglarnir Lóa og Móa eru mættar á jólalínuna og eru með lausnir við öllum ykkar jólavandamálum. Þær veigra sér ekki við að leita til sérfræðinga og fá einn slíkan, heiðursjólasveinninn, Arnar Eggert Thoroddsen sem veitir okkur og hlustendum ráðgjöf hvað varðar afþreyingu yfir jólahátíðarnar. Margt ber á góma hjá þríeykinu; Boney M, Elf, bransinn og majónes. Félagsfræðingurinn sötrar malt og appelsín, setur upp Barnaby gleraugun og greinir jólahefðirnar í öreindir. Um leið uppljóstrar hann ýmsum fyndnum sögum úr heimilislífi hans og ástkonu hans. Jólin nálgast og ekki er laust við eftirvæntingu í stúdíóinu og utan þess.