Frú Barnaby: S6E3 - Örlaganóttin
Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu - Un pódcast de frubarnaby
Jahá, það eru aldeilis fréttir úr hlaðvarpsgerðarturninum. Þær stöllur, Lóa og Móa opna dyr inn í framtíðina en skilja eftir rifu inn í fortíðina. Völva frú Barnabys spáir fyrir þeim í tarot sem og framtíð allra hlustenda: Keisarinn, sól, tungl og dularfullar dökkhærðar konur koma við sögu. Upptökustjórinn mundar svipuna og setur sterkan svip á þennan þátt sem er sá síðasti í bili.