Ræmurýmið - Survive Style 5+

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un pódcast de Bókasafn Hafnarfjarðar

Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar. Survive Style 5+ eftir japanska leikstjóran Gen Sekiguchi, og segir fimm samhliða sögur sem sveigjast, blandast og flækjast á furðulegan máta.Fyrsta sagan segir af eiginmanni sem hefur orðið eiginkonu sinni að bana – oftar en einu sinni – en finnur hana alltaf aftur lifandi og bíðandi eftir honum við eldhúsborðið, bálreiða yfir athæfinu. Önnur sagan segir af úthverfafjölskyldu sem lendir í því óláni að fjölskyldufaðirinn telur sig vera fugl, sú þriðja af tríói unglinga sem stundar húsbrot sér til skemmtunar og sú fjórða af morðóðum auglýsingahönnuði með ritstíflu. All smellur þetta svo saman fyrir tilkomu bresks leigumorðingja og túlks hans. Meðal leikara eru Tadanobu Asano, Hiroshi Abe , Vinnie Jones og Sonny Chiba