Síðasta lag fyrir myrkur - Þættir af sérkennilegu fólki (e. Önnu Heiðu Baldursdóttir o.fl.)

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un pódcast de Bókasafn Hafnarfjarðar

Síðasta lag fyrir myrkur er... Þættir af sérkennilegu fólki.  Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Það eru ekki færri en sex höfundar sem koma að þessari sérstöku bók sem var opnun á reglulegum fundum hins frækna Lestrarfélags Framfarar, en sem áður heldur Hjalti um taumana og er þátturinn að hluta til tekin upp á opnum fundi á Bókasafninu þar sem að höfundar bókarinnar mættu í spjall. Bókin fjallar um fólk sem var á einhvern hátt hornreka í samfélögum fyrri tíðar og hvernig það bæði náði að þreyja þorrann og góuna og um leið að hafa áhrif á samtíð sína með margvíslegum hætti og er opnun þema annarinnar; birtingarmynda fátæktar í bókmenntum.