Kvikan – Samherjamálið: „Verið að segja að Namibía sé í stuttu pilsi“
Hlaðvarp Heimildarinnar - Un pódcast de Heimildin
Í þætti vikunnar er aðeins eitt mál á dagskrá en það er stórmál sem tröllreið íslensku samfélagi í síðustu viku, Samherjamálið svokallað. Síðasta þriðjudag opinberuðu Kveikur og Stundin hvernig Samherji hefði greitt mútur til að komast yfir kvóta í Namibíu og stundað stórfellda skattasniðgöngu til að hámarka arf sinn af þeim kvóta. Sjónarhornin eru gríðarlega mörg – og reynir ritstjórn hér að ná utan um málið eins og það horfir við núna. Birna Stefánsdóttir stjórnar þættinum í dag en með henni eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Bára Huld Beck, blaðamaður.
