#8 - Titringur á heimsmörkuðum, viðskiptastríð og neikvæðir raunvextir - Agnar Tómas Möller
Categorías:
Agnar Tómas Möller er forstöðumaður skuldabréfa og markaða hjá Júpíter. Hann er einnig annar stofnenda Gamma og starfaði þar sem sjóðstjóri og framkvæmdastjóri sjóða frá árinu 2009. Hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði frá árinu 2001 er hann starfaði í greiningardeild Búnaðarbanka Íslands. Á árunum 2004–2006 starfaði hann í áhættustýringu Kaupþings og frá árinu 2006 til byrjun árs 2008 í skuldabréfamiðlun Kaupþings. Agnar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Í þessu samtali ræddum við um viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, stöðuna í Evrópska hagkerfinu, áhrifin sem neikvæðir vextir hafa á heiminn, þrönga stöðu fjárfestingadeilda lífeyrissjóða, skipun nýs seðlabankastjóra á Íslandi og íslenska fasteignamarkaðinn. En að tilkynningum. Næstkomandi fimmtudag, þann 29 ágúst mun við í Rafmyntaráði halda sumarfögnuð í Iðnó og eru allir velkomnir. Fögnuðurinn hefst kl 17:00 og boðið verður upp á mat og drykk og fjörugar samræður. Mig langar einnig að hvetja þig til að senda okkur ábendingu um viðmælendur eða umræðuefni á netfangið [email protected]. En nóg um það, vindum okkur í samtalið.