#112 „Tilfinningar karla, er það ekki hot topic?“ - Ari Ísfeld Óskarsson
Karlmennskan - Un pódcast de Þorsteinn V. Einarsson

Categorías:
„Ég vonast til þess að karlar, ungir sem aldnir, byrji að tala saman meira um tilfinningar sínar og hvernig þeim líður.“ segir Ari Ísfeld Óskarsson leikari sem samdi og lék í How to make love to a man í tilraunaverkefninu Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu sl. vor. Leikritið fjallaði á kómískan en raunsæan hátt um karlmennsku og karla, hvernig þeir eiga samskipti sín á milli og takast á við lífið. Ari var einmitt að gefa út lag sem samið var fyrir sýninguna sem er spilað í þættinum. Við spjöllum um ástæður þess að fjórir vinir ákveða að gera leikrit um karlmennsku, hvernig það er að vera karlmaður í dag og sérstaklega hvernig er að vera mjúkur maður. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) ÖRLÖ, Veganbúðin og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt. ->Núna geturðu einnig horft á viðtalið á karlmennskan.is og þar geturðu einnig gerst bakhjarl