#75 „Ég hafði svo margar spurningar“ - Steinunn, Linda og Hafdís - Stígamót, Vettvangur glæps

Karlmennskan - Un pódcast de Þorsteinn V. Einarsson

Þolendur kynbundins ofbeldis eru meira en vettvangur glæps er yfirskrift átaks á vegum Stígamóta sem felst í að skora á dómsmálaráðherra að gera brotaþola að aðilum eigin máls, en ekki bara að vitnum. Átakið og ákall Stígamóta byggir á reynslu fimm kvenna af réttarkefinu - hvernig þær voru vitni að eigin ofbeldi og líkami þeirra þar með vettvangur glæps. Í þessum þætti ræði ég við Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttir talskonu Stígamóta og Hafdísi Arnardóttur og Lindu Björg Guðmundsdóttur sem eru tvær af þeim fimm konum sem hafa lánað reynslu sína og andlit fyrir ákallið til dómsmálaráðherra. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, Bodyshop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.