Spánverjavígin
Myrka Ísland - Un pódcast de Sigrún Elíasdóttir
Fyrir rúmum 400 árum tóku nokkrir vaskir menn á Vestfjörðum upp á því að murka lífið úr tugum skipbrotsmanna sem höfðu orðið þar strandaglópar yfir vetur. Atburðurinn hefur gengið undir nafninu Spánverjavígin þótt þar hafi alls ekki verið um Spánverja að ræða, heldur baskneska hvalveiðifangara. Um er að ræða einstakt fyrirbæri í íslenskri sögu; fjöldamorð á erlendum borgurum. Það er áhugavert að reyna að komast til botns í þessu máli, í okkar síðasta þætti í þriðju seríu Myrka Íslands.