Rauða borðið 12. sept - Stefnuræða, tónlistarskólar, Gaza, sálarástand og geirfuglinn

Rauða borðið - Un pódcast de Gunnar Smári Egilsson

Podcast artwork

Fimmtudagurinn 12. september Stefnuræða, tónlistarskólar, Gaza, sálarástand og geirfuglinn Blaðamennirnir Sigurjón Magnús Egilsson og Björn Þorláksson fara yfir stefnuræðu Bjarna Benediktssonar og umræður um hana í þinginu. Við fáum síðan kennara til að meta kosti og galla tónlistarskólans í yfirferð okkar um skólakerfið: Jóhann Ingi Benediktsson kennari í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Júlíana Rún Indriðadóttir skólastjóri sama skóla, Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og Sigrún Grendal formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum greina stöðuna. Magga Stína segir fréttir af þjóðarmorðinu á Gaza sem stjórnvöld á Vesturlöndum styðja í orði, á borði eða með aðgerðarleysi. Gísli Pálsson mannfræðingur segir okkur frá geirfuglinum og Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur ræðir um sálarástand landans.