Sýndarsjúklingar og fitusöfnun eftir miðjan aldur

Samfélagið - Un pódcast de RÚV

Podcast artwork

Categorías:

Í dag verður nýtt færni- og hermisetur Háskóla Íslands og Landspítala opnað formlega. Setrið er í hálfgert æfingasjúkrahús þar sem nemendur HÍ og starfsfólk spítalans geta æft sig að sinna sýndarsjúklingum sem geta farið í hjartastopp, svitnað, blánað og veikst af öllum mögulegum sjúkdómum. Við kíktum í heimsókn í HERMÍS í Eirbergi á Landspítalasvæðinu og skoðuðum setrið ásamt Þorsteini Jónssyni – forstöðumanni – og Hrund Thorsteinsson – deildarstjóra menntadeildar Landspítalans. Edda Olgudóttir vísindamiðlari fjallar um fitusöfnun eftir miðjan aldur. Tónlist í þættinum í dag: Spalding, Esperanza - Let her. Laufey - Falling Behind.