Aftakaveður á Íslandi öllu
Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:
Aftakaveður gengur yfir allt Ísland. Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun sem nær yfir allt landið nema hluta Vestfjarða, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Veðrið gengur heldur niður seint í kvöld og nótt, en magnast svo aftur með morgninum og verður enn verra á fimmtudag, gangi spár eftir. Mikil úrkoma fylgir óveðrinu, sem eykur hættu á skriðuföllum. Björgunarsveitir höfðu þegar farið í tugi útkalla þegar þátturinn var sendur út en ekkert meiriháttar tjón hafði þá orðið á mannvirkjum og engin slys á fólki. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Runólf Þórhallsson, sviðsstjóra Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Halldór Kristinsson björgunarsveitarmann á Snæfellsnesi, Hlyn Snorrason yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri og Birtu Líf Kristinsdóttur veðurfræðing á Veðurstofu Íslands. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred