Eignir í Grindavík, loftslagsmýtur og fundur LHS 3154b
Spegillinn - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Á meðan jörð rís í Svartsengi og Grindvíkingar bíða sjálfsagt með öndina í hálsinum yfir því sem verða vill, standa margir þeirra frammi fyrir flóknum spurningum. Á ég og mitt fólk að búa áfram í bænum okkar og þá hvar? Spegillinn ræddi við Atla Geir Júlíusson sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar og spurði hvort það hefðu margir bæjarbúar sett sig í samband við bæinn og sagst vilja losna við húsið sitt og flytja burt. Spegillinn skoðar áfram röksemdir þeirra sem efast um hlýnun Jarðar, orsakir hlýnunar og afleiðingar hennar. Guðmundur Kári Stefánsson stjarneðlisfræðingur við Princeton háskóla í Bandaríkjunum leitar að fjarreikistjörnum í rannsóknum sínum, meðal annars með aðstoð lífbeltisreiksistjörnuleitara. Hann og samstarfsfólk hans greindu nýverið frá mikilvægri uppgötvun sem þau gerðu. Spegillinn tók Guðmund Kára tali og fékk hann til að segja frá uppgötvun LHS 3154b. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.