Fjárhagur borgarinnar, verkföll í maí, ESB og persónuvernd á netinu
Spegillinn - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Hægja þarf á áformum um byggingu þjóðarhallar í Laugardal vegna ástandsins í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Alþingi. Höskuldur Kári Schram tók saman. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup þriðja mánuðinn í röð, með 28 prósenta fylgi. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs segir eignarhald borgarinnar í Ljósleiðaranum vekja spurningar í ljósi stærðar félagsins. Alexander Kristjánsson sagði frá. Engar sérstakar reglur gilda um uppflettingar í lyfjaávísanagátt þrátt fyrir að gögn þar teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Landlæknir íhugar breytingar. Benedikt Sigurðsson tók saman. Auka á stuðning við ungt fólk sem á erfitt með að vera á vinnumarkaði. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK segir dæmin sanna að með réttum stuðningi geti fólk sinnt vinnu á ný. Alma Ómarsdóttir talaði við hana og Pál Ásgeir Guðmundsson forstöðumann hjá SA. ------------- Deilt var um það í borgarstjórn hvort skýra mætti fjárhagsvanda borgarinnar með kostnaði vegna þjónustu við fatlað fólk þegar fyrsta umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir 2022 fór fram. . Halli A- hlutans í fyrra var 15,6 milljarðar króna. Spilað var úr ræðum Dags B. Eggertssonar, Hildar Björnsdóttur og Einars Þorsteinssonar. Ragnhildur Thorlacius tók saman. KJjaraviðræður BSRB og sveitarfélaga annarra en Reykjavíkur eru í hnút. Helsti ásteytingarsteinninn er krafa BSRB um hækkanir sem gildi frá áramótum líkt og samið var um við SGS. Sveitarfélög segjast hafa staðið við samninga að fullu. Horfur eru á verkföllum BSRB félaga. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB. Evrópusambandið ætlar að krefja stærstu netfyrirtæki og samfélagsmiðla heims, um strangari reglur um persónuvernd og eftirlit með ólöglegu efni á miðlunum, þær verða að líkindum einnig teknar upp hér á landi. Björn Malmquist sagði frá. Spegillinn 5. maí Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir.