Hugvíkkandi efni, grænmetis skömmtun og rammaáætlun 5

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Hundruð milljóna tjón varð í bruna fiskeldisfyrirtækis á Tálknafirði í morgun. Slökkvilið er enn að störfum. Tveir slösuðust í brunanum. Áhyggjur eru um að verkföll Eflingar muni hafa áhrif á um 2000 manns á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu, fáist ekki undanþága til að fá afgreitt bensín fyrir starfsfólk. Dómsmálaráðherra vill skoða hvort hægt sé að nota hugvíkkandi efni til að hjálpa afbrotamönnum sem glíma við geðræn vandamál og lögreglumönnum sem hafa orðið fyrir áfalli í starfi. Breytt hegðun landsmanna eftir covid 19 faraldurinn gæti útskýrt hversu skæðar umgangspestir eru um þessar mundir. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fimmta bólusetning vegna covid-19 er hafin Verslanakeðjur í Bretlandi skammta grænmeti og ávexti vegna vöruskorts. Slæm tíð og veðurfar í suður Evrópu og Afríku hefur ollið uppskerutjóni á tómötum, paprikum og fleiri tegundum ----- Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra telur að rétt að skoða kosti þess að nota hugvíkkandi efni til að hjálpa föngum sem hafa lokið afplánun til aðlagast samfélaginu á ný og einnig til aðstoða þolendur í ofbeldismálum. Rannsóknir á hugvíkkandi efnum á borð við sveppi, LSD og MDMA benda til þess að þau hafi jákvæð áhrif á geðsjúkdóma svo sem þunglyndi, fíkn og þrjáhyggju. Jón hefur viðraði þessar hugmyndir við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Að minnsta kosti fjórar verslanakeðjur í Bretlandi hafa gripið til þess ráðs að skammta ákveðnar tegundir af ávöxtum og grænmeti vegna vöruskorts. Ástæðan er fyrst og fremst rakin til slæmra veðurskilyrða til ræktunar í Norður-Afríku og Suður-Evrópu, einkum suðurhluta Spánar, í haust og vetur. Asda, ein stærsta verslanakeðja landsins, sem rekur á sjöunda hundrað verslanir, reið á vaðið á þriðjudag og tilkynnti að takmarka yrði kaup á tómötum, paprikum, agúrkum, salati í lausu og í pokum, spergilkáli, blómkáli og hindberjum við þrjár einingar á hvern viðskiptavin. Talsmaður Asda harmaði að til þessa þyrfti að koma, en keðjan glímdi við skort á ýmsum tegundum grænmetis og ávaxta eins og aðrir smásalar í landinu. Önnur keðja, Morrisons, tilkynnti síðdegis að hún þyrfti að skammta tómata, agúrkur, salat og paprikur frá næsta degi. Miðað var við að hver viðskiptavinur gæti einungis keypt tvær einingar til þess að sem flestir fengju eitthvað. Vinna við undirbúning verndar- og orkunýtingaráætlunar stjórnvalda, sem í daglegu tali kallast rammaáætlun, hófst formlega 1999 eftir langan aðdraganda. Rammaáætlun er hugsuð sem lagarammi um orkubúskap Íslendinga og s