Kjaraviðræður, Úkraínustríðið og málefni flóttafólks í ESB

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

3. janúar 2024 Samhljómur og bjartsýni ríkir um gerð kjarasamnings SA og breiðfylkingar landssambanda ASÍ. Ætlunin er að semja til langs tíma og þannig að innistæða sé fyrir því - segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins. Arnar Björnsson fréttamaður ræddi við hana og Ragnar Þór Ingólfsson formann VR eftir fundinn í dag. Ragnar segir að stjórnvöld þurfi að fara að gefa út yfirlýsingar um að þau ætli að taka þátt - annars sé vinna samninganefnda ekki til neins. Þegar horft er yfir nýliðið ár virðist einhvers konar pattstaða komin upp í Úkraínustríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu fyrir tæpum tveimur árum. Boðaðar voru og lagt upp í hinar og þessar sóknir og gagnsóknir á víxl og fólk var drepið í tugþúsundatali. En það er ekki að sjá að neinar stórar breytingar hafi orðið á vígstöðunni frá því um síðustu áramót. Ævar Örn fékk Erling Erlingsson, hernaðarsagnfræðing, til að rýna í stöðuna og mögulegt framhald. Vel á fjórða hundrað þúsund farand- og flóttamenn reyndu í fyrra að komast inn fyrir landamæri Evrópusambandsins - álíka tölur hafa ekki sést síðan 2016. Deildar meiningar um meðferð og móttöku þessa fólks eiga að líkindum eftir að einkenna umræðuna í aðdraganda kosninganna til Evrópuþingsins í júní, ekki síst eftir að sögulegt samkomulagt náðist fyrir nokkrum vikum um nýja skipan þessara mála innan Evrópusambandsins. Björn Malmquist fer yfir málið. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason