Kristrún í München og Guðrún segist ekki vera í fylkingu
Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom í Spegilinn þegar hún tilkynnti um sitt formannsframboð og í þættinum verður rætt við hinn formannsframbjóðandann, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Sjálfstæðisflokkurinn er á stað sem hann er ekki vanur að vera á og það hefur verið talað um átök milli fylkinga. Við spyrjum Guðrúnu út í það. Við byrjum á öryggisráðstefnunni í München þar sem margir helstu ráðamenn eru samankomnir til að fjalla um ástand heimsmála, í þeim hópi er Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hana.