Meirhlutaviðræður í Reykjavík, óvissa um vopnahlé á Gaza, sérstök umræða á Alþingi um orkumál

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Fimm flokkar hafa ákveðið að hefja viðræður um nýjan meirihluta í Reykjavík. Þetta er líklega eini meirihlutinn sem kemur til greina en það er ekkert í sveitastjórnarlögunum sem kveður á um það þurfi að vera meiri- og minnihluti. Og tíminn er naumur fyrir nýjan meirihluta, því kjósa þarf til borgarstjórnar innan fimmtán mánaða. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir þessa stöðu við Evu Marín Hlynsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði. Vopnahlé Ísraels og Hamas hangir á bláþræði og almenningur á Gaza óttast að allt fari þar í bál og brand að nýju á næstu dögum. Leiðtogar Hamas saka Ísraela um margvísleg brot á vopnahléssamkomulaginu og segjast ekki munu sleppa þremur gíslum úr haldi á laugardag, eins og samið var um, fyrr en Ísraelar standa við sitt. Stjórnvöld í Ísrael hóta því að hefja árásir á Gaza af fullum þunga, verði gíslarnir þrír ekki látnir lausir á laugardag. Ævar Örn Jósepsson fer yfir stöðu mála. Þingfundur hófst í dag á umræðu um störf þess þar sem nýbakaðir þingmenn voru í miklum meirihluta, nær allir sem skráðu sig á mælendaskrá voru kosnir á þing í nóvember. Ýmislegt brann á þingmönnum við upphaf þingfundar, þar má nefna líðan ungmenna í skólum, meðferð við fíknisjúkdómi, sjúkraflug og flugvöllurinn, þess hvernig komandi kjörtímabil þróast og umpólun flokka sem fara í stjórn miðað við afstöðu þeirra í stjórnarandstöðu. Þegar því var lokið tók við sérstök umræða um alvarlega stöðu í orkumálum. Málshefjandi var Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki og Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Samfylkingu var til andsvara. Anna Kristín Jónsdóttir fer yfir þingstörf dagsins. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason