Reiknar með miklu eignatjóni eftir óveðrið

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnarsviðs ríkislögreglustjóra, reiknar með að eignatjónið verði meira en menn geri sér grein fyrir eftir óveðrið sem gekk yfir landið í gær og í dag. Hann telur viðvaranakerfi Veðurstofu Íslands og Almannavarna hafa gert sitt gagn. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,5 prósentustig og eru meginvextir hans 8,0%. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að allir nefndarmenn studdu ákvörðun um lækkun. Verðbólgan var 4,6% í síðustu mælingu og útlit fyrir að hún haldi áfram að hjaðna. Það hefur dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði og hægt á verðhækkunum þar en enn er verðbólgu-þrýstingur til staðar. Þetta var þriðja stýrivaxtalækkunin í röð frá því í október, þeir hafa lækkað um eitt prósent frá því. Katrín Ólafsdóttir dósent við Háskólann í Reykjavík segir lækkunina og taktinn eins og flestir bjuggust við. Talsvert óöryggi hefur gripið um sig meðal bæjarbúa í dönskum smábæ, sem ófáir hafa séð til úlfa nálægt bænum að undanförnu, þótt enn hafi þeir aðeins einu sinni sést í bænum sjálfum. Því var blásið til íbúafundar í íþróttahúsi bæjarins í vikunni, þar sem ráðherra og sérfræðingar ávörpuðu heimafólk og svöruðu spurningum. Öll 400 sætin í íþróttahúsinu voru setin, tugir til viðbótar stóðu upp á endann, og yfir 1.100 manns fylgdust með beinu streymi frá fundinum. Að auki stóðu bændur úr nærsveitum mótmælastöðu við íþróttahúsið og kröfðust aðgerða til varnar þessu ferfætta innrásarliði.