Útþennsla Trumps og aðstoðarmenn ráðherra
Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:
Óútfærðar, óábyrgar og ævintýralega óraunhæfar hugmyndir sem almennt væri auðvelt að afgreiða sem hverja aðra óra, er ekki alveg jafn einfalt þegar þær eru settar fram af valdamesta manni heims. Ævar Örn Jósepsson ræði við Bjarna Má Magnússon, prófessor og deildarstjóra lagadeildar háskólans á Bifröst. Hvert leita ráðherrar þegar þeir eru á höttunum eftir aðstoðarmönnum? Líklega ekki langt yfir skammt. Þótt starfið sé vel launað er starfsöryggið ekki mikið; fjúki ráðherra, fýkur aðstoðarmaðurinn.