Heildarsýn - þáttur 2
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un pódcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Categorías:
Heildarsýn er nýr forvarna,- og fræðsluþáttur þar sem félagsráðgjafinn Sveinn Ingi Bjarnason leiðir okkur inn í hin ýmsu málefni sem margir eru að fást við í sínu daglega lífi. „í þessum öðrum þætti af Heildarsýn fjallar Sveinn Ingi um Meðvirkni en þetta er jafnframt fyrsti þáttur af þremur þar sem hann ætlar að ræða það merka málefni, sem margir eru að glíma við. „Meðvirkni er ákveðið mynstur sem þróast hjá fólki, oft t.a.m. hjá aðstandendum alkóhólista og fíkla. Hún lýsir sér helst í því að hegðun og líðan annarra fer að stjórna hegðun og líðan manns sjálfs . Meðvirkni má þó finna víðar en í samskiptum við áfengis- og vímuefnasjúklinga. Hún getur þróast í ýmis konar samskiptum og mismunandi aðstæðum“.