Heildarsýn - þáttur 4
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un pódcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Categorías:
Heildarsýn er forvarna,- og fræðsluþáttur þar sem félagsráðgjafinn Sveinn Ingi Bjarnason leiðir okkur í hin ýmsu málefni sem margir eru að fást við í sínu daglega lífi. Í þessum fjórða þætti af Heildarsýn sem jafnframt er þriðji hluti af þremur um „Meðvirkni“ það merka málefni sem margir eru að glíma við. – „Eins og fram hefur komið í síðustu þáttum af Heildarsýn er meðvirkni ákveðið samskiptamynstur sem þróast hjá fólki, oft t.a.m. hjá aðstandendum alkóhólista og fíkla.- „Í þessum þætti talar Sveinn Ingi um það hvernig hægt er að bregðast öðruvísi við í mörgum þeim hugsana villum og aðstæðum sem meðvirklar koma sér í. Hann fer yfir þær æfingar sem hægt er að gera og þau úrræði sem í boði eru, sem hjálpar þér að setja sjálfum þér og öðrum mörk, byggja upp sjáfsvirðinguna og þannig líða betur með sjálfa/n þig og þína kosti.“