Hjartans mál - 2. þáttur

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un pódcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Categorías:

Verið velkomin/nn í þáttinn Hjartans mál þar sem mál hjartans fá rými og rödd, þar sem mikilvægi andlegrar heilsu er okkur hjartans mál. Í hverjum þætti munum við fræðast um andlega líðan, hugvekjur hjarta og huga og finna leiðir til sátta við okkur sjálf, auk jafnvægis í sál og líkama. Í þættinum í dag fær grein Heiðu Ósk rödd. Heiða er fíkni og forvarnaráðgjafi, auk þess að vera NLP markþjálfi. Hennar sérsvið eru fíkn, bati, fjölskyldumál og persónuleg markþjálfun. Grein dagsins fjallar um hraða dagslegs líf og hversu mikilvægt það er að hægja á sér og njóta að vera þátttakandi í eigin lífi. - Við þökkum Heiðu Ósk hjartanlega fyrir.        þáttastjórnandi : Íris Hólm Jónsdóttir Upphafs- og lokastef: Ágúst Þór Benediktsson