Segðu já við lífinu.
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un pódcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Categorías:
Óttinn minn er sá sami og hjá flestum öðrum – ótti við höfnun. Ekki frá einhverjum sérstökum einstaklingi heldur frá lífinu. Þetta er sammannleg tilfinning sem því miður getur haft þau áhrif að maður tekur síður áhættur og fer á mis við að kanna lífið. Ímyndaðu þér hvernig það væri að upplifa líf án óttans við að elska eða að vera ekki elskaður. Að þú værir ekki að rogast með ótta við höfnun og hefðir ekki þessa miklu þörf fyrir að vera samþykktur hvort sem það tengist vinnu eða einkalífi. - Segðu já við lífinu og taktu öllum verkefnum með jákvæðni og horfðu á þau sem leið til að þroskast.