Ungt fólk og batinn
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un pódcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Categorías:
Eðli fíknar er þannig að á endanum er botninum náð, eða jafnvel mörgum botnum. Ungt fólk sem prófar vímuefni í fyrsta skipti, þarf ekki að falla í skóla, glata öllu sem þeim er kært, enda í fangelsi eða standa við dauðans dyr. En margir ná oft því stigi áður en þau taka ákvörðun eða fá hjálp við það að leita bata, meðan aðrir eru heppnari en svo. Oft stendur einstaklingurinn frammi fyrir enn meiri erfiðleikum en margir hafa upplifað, þegar reynt er að snúa við af leiðinni. Í þessum þætti er fjallað um þá leið sem hægt er að fara til að finna lausnina frá fíkn áður en það verður of seint.