Viltu breytingar ?

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un pódcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Categorías:

Stendur þú á tímamótum eða viltu breytingar? Þegar við erum að fara í gegnum þroskakreppur í lífinu, breytingar sem gætu við fyrstu sýn virst erfiðar og jafnvel óyfirstíganlegar, er gott að staldra við og skoða líf sitt. Hvað hef ég lært, hver er reynsla mín fram að þessu og hvað get ég gert öðruvísi í framtíðinni? Mikilvægustu breytingar sem margir gera eru í kjölfar áfalla – og þrátt fyrir að sjá það ekki á sínum tíma,  þá áttar maður sig oft á því að þú stóðst þá uppi sterkari vegna þess að þú þurftir þá oft að spyrja þig ýmissa spurninga varðandi líf þitt.