007 KJAMS (Jaws)

VÍDJÓ - Un pódcast de Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli - Martes

Categorías:

Ógnvekjandi ófreskja í hafinu skekur heilt sjávarþorp sem hefur sitt lifibrauð af ferðafólki sem sækir þangað í sólina kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Lögreglustjórinn á svæðinu vill krefja bæjaryfirvöld að loka ströndinni á meðan að hann og félagar hans ráða niðurlögum á gríðarstórum hákarli sem hefur kjamsað á nokkrum bæjarbúum og aðkomufólki.