1 Af 6. Sagan Sem Breytti Lífi Mínu.

Un pódcast de Andri

Categorías:

6 Episodo

    5 / 1

    Að eignast barn er ekki jafn auðvelt fyrir alla. Ég hafði alltaf séð mig fyrir mér sem pabba og mig langaði ekkert meira í lífinu en að fá að verða pabbi. Þegar ég greindist ófrjósamur þá breyttist líf mitt og okkar mikið. Ég þurfti að kynnast sjálfum mér upp á nýtt. Ég gekk í gegnum mjög erfitt tímabil, sem einkenndist af mjög miklum kvíða, þunglyndi og félagsfælni meðal annars. Mér fannst ég vera algjörlega einn í heimi og hafa engan til að tala við sem skildi hvað ég var að ganga í gegnum. Ég gat ekki talað við neinn sem hafði reynslu af þessu fyrst um sinn og það var mjög erfitt að burðast með þetta einn. Hér segi ég sögu mína og konu minnar. Hvernig þetta hafði áhrif á allt okkar líf og hvernig þessi lífsreynsla hreinlega breytti mér.